![]() |
Ég um mig frá mér...... |
![]() |
Jæja hvað getur maður svo sem sagt um sjálfan sig án þess að verða annaðhvort, væminn eða grobbinn. Ég reyni nú samt. Ég er hamingjusamlega giftur góðri konu, sem hefur mátt þola mig frá árinu 1988. Við höfum orðið það lánsöm að eignast tvö heilbrigð og vel gerð börn. Eldra barnið er stúlka fædd 1990 (á kvennadaginn) en yngra, drengur fæddur síðasta dag nóvember 1992. Ég rembist við að reyna að koma reglu á þetta kaos sem flest okkar köllum "daglegt líf" og gengur svona þokkalega. Áhugamálin eru mörg og margvísleg því ég er með þeim ósköpum að fá dellu fyrir ótrúlegustu hlutum. Það sem hefur þó fylgt mér meira og minna frá því ég var krakki er veiðidellan. Þetta er della sem virðist bara versna með hverju árinu sem líður. Ég stunda margskonar veiðiskap, skotveiði er þó í miklu uppáhaldi hjá mér. Í framhaldi af þessum skotveiðiáhuga þá varð ég mjög spenntur fyrir veiðihundum og þá helst sækjandi veiðihundum (retriever). Konan hálfpartinn plataði inn á mig lítinn sætan hvolp með þeim orðum að "það væri áreiðanlega hægt að nota hana í veiði". Þessi hvolpur var blanda af Labrador retriever og Golden retriever (og þó að eigi ekki að setja blöndu upp með brotareikningi þá er hún Labbi að 3/4 en Golden að 1/4). Tíkin var síðan nefnd Assa (nei!, ekki eftir lyklaskránni heldur kvenkyns Erni) og er orðinn stór partur af fjölskyldunni. Og já konan hafði náttúrulega rétt fyrir sér, eins og svo oft áður, það er alveg hægt að nota Össu í veiði. Þá kemur það reglulega fyrir að ég gríp í sjóstöng eða færi. Síðast en alls ekki síst þá stunda ég mikið Lundaveiði í Háf. Lundaveiði er gríðarlega skemmtileg og krefjandi. Maður þarf að hafa þokkalega líkamlega burði til að geta stundað þetta eins og flestir þeir sem veiða í almenningi á Heimaey gera. Það þarf fyrir það fyrsta að koma sér á staðinn, sem getur verið svolítið labb. Þá þarf maður að geta setið við og veitt hratt ef mikið er af fugli. Að lokum þarf síðan að geta borið aflann til baka, og ég skal trúa þér fyrir því að það að bera 100fugla (1 kippa), á herðunum, upp eða út lundabyggðir, tekur á líkamann. Lundinn hefur líklega verið nytjaður frá upphafi byggðar á Íslandi. Háfurinn er það verkfæri sem er notast við í dag. Háfurinn er löng stöng, núorðið oftast úr fíber, með tveimur minni stöngum festar á endann og net þar á milli (sjá mynd). Veiðitímabilið er á milli 1.júlí til og með 15.ágúst og það þarf veiðileyfi frá veiðistjóra til að stunda þessar veiðar. Ég bý ásamt fjölskyldu minni í Vestmannaeyjum, bærinn er á stærstu eyju Vestmannaeyjaklasans, Heimaey. Ég starfa hjá Landssímanum sem fjarskiptamaður í strandastöðvaþjónustu. Ég heiti Björgólfur Ingason. |
Undirritaður í eigin persónu. |
Assa. |
Mossberg, svipaður minni fyrstu byssu. |
Aðal "rörið" mitt í dag er af þessari tegund, Benelli Centro. |
![]() |
Lundi "Fratercula Artica" á flugi. |
![]() |
Lundaveiði með Háf. |
![]() |
![]() |
Einhvernveginn er það alltaf svo að allmörgum dettur gos í huga þegar að minnst er á Vestmannaeyjar. Það er kannski ekkert einkennilegt við það. Þær náttúruhamfarir sem eru í fersku minni fólks gripu athygli vítt og breytt um veröldina. Við hjónin vorum einu sinni stödd á ferðalagi í Þýskalandi og vorum að leita okkur upplýsinga á upplýsingamiðstöð. Af einhverjum ástæðum kom það til tals hvar við byggjum. Þá mundi konan ýtarlega eftir gosinu '73 og kannski sérstaklega vegna þess að hún gerði sér ferð til Eyja árið ´74 eða ´75 til að skoða vegsummerkin. Það var varla að við ætluðum að komast aftur út úr miðstöðinni svo mikið hafði konan gaman af að tala við okkur um þetta. Ég var á fimmta ári þegar að gaus á Heimaey. Þrátt fyrir ungann aldur er minningin ótrúlega skýr frá gosnóttinni. Ég man að ég og yngri systkini mín tvö, stóðum í aftursætinu á VW Bjöllunni og horfðum út um afturrúðuna á eldana. Ég man nokkuð vel eftir sjóferðinni með Sæfaxa VE25, sérstaklega vegna þess að frænka mín ældi yfir mig í kojunni sem við deildum saman (ég hef aldrei getað fyrirgefið henni þann verknað ;-) ). Enn þann dag í dag er viðtekin venja í Eyjum að tala um atburði sem "fyrir eða eftir gos". |
![]() |
![]() |
Heimaey 1973. |
Surtsey verður til. |
Eyjavefurinn |
Símaskráin á netinu. |
![]() |
Jakobína Rós |
Sigfinnur Ingi |
Unnið með hléum síðari helming mars 2001. |
![]() |
Konan mín og minn besti vinur, Sigrún Jenný |
![]() |
![]() |
![]() |
Copyright © 2001-2003 by Björgólfur Ingason. All rights reserved. |